Jamm Já og JæJa Bara!

Eins og þið vitið vonandi flest þá var ég að setja nýtt Íslandsmet í sleggjunni, kastaði 73m slétt. Metið fyrir var 70,52m og ég kastaði það í Finnlandi í -4gráðum og strekkingsvindi.
 
Ég og Eggert Bogason þjálfari minn fórum til Króatíu með það í huga að setja Íslandsmet en okkur grunaði ekki að það yrði svona langt og bara rétt komin mars.
 
Ferðin til Króatíu var löng og mjög erfið, við lögðum af stað frá Íslandi klukkan 07:30 til Frankfurt og þaðan lá leið okkar til Sagreb og svo til Split, en við lenntum þar ekki fyrr en klukkan 22:30.
 
En það var ekkert nema gaman þegar komið var á hótelið, allt fullt af kösturum og mér leið eins og það væru komin jól, ég iðaði allur af spenningi að sjá þetta lið ganga um eins og það ætti heiminn og ég horfði á eftir eins og einhver lúði sem dreymdi um að vera eins góður og þau!
 
Svo rann keppnisdagurinn upp, ég og Eggert vökknuðum klukkan fjögur um morgunin til að taka morgunæfinguna okkar sem gekk bara mjög vel, þá var haldið aftur upp á hótel, fórum í sturtu og fengum okkur að borða svona rétt áður en við þurftum að fara aftur út á völl með rútuni sem tók 45mín að fara bara aðra leiðina með.
 
En svo til að gera langa sögu stutta þá var keppt í tveimur hópum (A og B) ég var í B og gerði mér lítið fyrir og vann groupuna og gott betur, ég vann tvo úr A groupuni og endaði í 9. sæti af 21. manna hóp.
 
 
 
Allaveg þá er ég búinn að segja nóg í bili og ég þakka bara kærlega fyrir mig
 
Ég er farinn niður í eldhús að elda MEGA góðan pastarétt fyrir Mömmu og Pabba.

FRÍ Author