Jæja Þá er komið að því að maður fari að blogga smá!

Ég ætla nú að byrja á því að kynna mig, ég heiti Bergur Ingi Pétursson og er kallaður Beggi eða Beggo, ég er sleggjukastari og á Íslandsmetið í þeirri grein sem er 70,30m og er fyrstur Íslendinga til að fara yfir 70 metrana.
 
Þetta ár er búið að vera massa gott ár hjá mér, ég er búinn að bæta mig í lyftingunum og er að kasta mjög vel á úti æfingunum.
 
Það er allavega óhætt að segja það að ég sé núna besti Fh-ingurinn í Powercleani og það er nóg inni í bæði power cleani, Power snörun og hnébeygju.
 
Ég er að kasta 7metrum lengra á æfingu núna en ég var að kasta í fyrra í febrúar og er massa spentur fyrir fyrsta mótinu mínu.
 
Ég mun keppa á mínu fyrsta móti hérna heima þann 12.feb og svo fer ég út til Finnlands þann 13.feb í æfinga og keppnisferð, þar mun ég keppa þann 26.feb.
 
Einnig er stefnan sett á Vetrarkastmót í Króatíu sem er 15.-16. mars og þaðan fer ég beint til Portúgals í Páskaferðina með FH.
 
“Stick to what you do best, and let other people do what they do best!”
 
Með þessum orðum ætla ég að byðja ykkur vel að lifa og ég hlakka til að skrifa næsta blogg.
 
Kv. Beggo

FRÍ Author