Ísold með aldursflokkamet í Mannheim

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ísold með aldursflokkamet í Mannheim

Bauhaus Juniorengala fór fram í Mannheim um helgina og áttum við þar fjóra keppendur. Mótið er mjög sterkt alþjóðlegt mót þar sem keppt er í ungmennaflokki, U20 ára. Ísold Sævarsdóttir (FH) bætti þrettán ára gamalt aldursflokkamet í 400m grindahlaupi í flokki U18. Ísold kom í mark á tímanum 61.07 sek en fyrra metið átti Stefanía Valdimarsdóttir sem var 61,33 sek. Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) varð fimmta í spjótkasti með 48,06m og varð aðeins hálfum meter frá sínu besta árangri. Hún náði þeim árangri á Evrópubikar í vikunni og náði um leið lágmarki á EM U20. Elías Óli Hilmarsson (FH) varð fimmti í hástökki með 2,00m en hann á best 2,07m. Hera Christensen varð níunda í kringlukasti með 44,23m.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ísold með aldursflokkamet í Mannheim

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit