Íslensku keppendurnir með góðan árangur í París

Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA varð 13. í sæti,  hljóp á 1:08:09 klst. sem er alveg við hans besta frá því fyrr á árinu og er það 3. besti árangur Íslendings frá upphafi. Ármann Eydal Albertsson úr ÍR stórbætti sinn árangur og varð í 18. sæti, hljóp á 1:09:07 sem er 4. besti árangur Íslendings frá upphafi. Þá hljóp Arnar Pétursson einnig úr ÍR  á 1:10:25 klst., bæting um hálfa mínútu og nýtt met í flokki 20 – 22 ára. Hann varð í 21. sæti.

FRÍ Author