Íslensku HM keppendurnir farnir út til Berlínar

Þau Ásdís Hjálmsdóttir og Bergur Ingi Pétursson héldu í morgun út til Berlínar, þar sem þau munu dvelja þar til þau hafa lokið keppni á HM sem hefst nú um helgina.
 
Bergur Ingi hefur keppni í undankeppn sleggjukasts sem hefst kl. 11:20 að íslenskum tíma á laugardag, 15. ágúst sem er fyrsti keppnisdagurinn.Undankeppni í spjótkasti kvenna hefst síðan á sunnudaginn kl. 10:15 að íslenskum tíma, þar sem Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda að sjálfsögðu.Með þeim Ásdísi og Berg Inga í för eru þjálfarar þeirra, Stefán Jóhannsson og Eggert Bogason.
 
Ríkissjónvarpið verður á hverju kvöldi með samantektarþætti frá helstu viðburðum á meðan keppni stendur. Einnig verður Eurosport með útsendingar frá mótinu fyrir þá sem hafa aðgang að erlendum sjónvarpsstöðvum.
 
Í kvöld, þriðjudag, hefst þing IAAF sem þeir Ólafur Sveinn Jóhannesson framkvæmdastjóri FRÍ og Birgir Guðjónsson, formaður tækninefndar FRÍ sitja. Þinginu lýkur á fimmtudag.

FRÍ Author