Íslenskir keppendur á Bauhaus Junioren Gala

Valið hefur verið hverjir munu keppa fyrir Íslands hönd á Bauhaus Junioren Gala sem fram fer í Mannheim, Þýskalandi, næstu helgi. Um sterkt alþjóðlegt mót er að ræða en á mótinu keppir fremsta frjálsíþróttafólk heims á aldrinum 16-19 ára.

Íslensku keppendurnir:

  • Tiana Ósk Withworth – 100m, 200m
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – 100m, 200m
  • Dagur Andri Einarsson – 100m, 200m
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir – kúluvarp
Einar Þór Einarsson og Pétur Guðmundsson fara sem þjálfarar.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis á mótinu.
ÁFRAM ÍSLAND!