Íslenska liðið komið til Tbilisi

Við verðum í baráttu við lið Ísraels og Kýpur sem féllu niður í fyrra og hafa verið að rokka milli deilda undanfarið. Lið Moldóvu varð í 3. sæti í fyrra á eftir heimamönnum í Slóvakíu og Lettum. Þá hafa lið Luxemborgar og Bosníu Herzegovínu tekið framförum líka, svo markmið íslenska liðsins verður ekki alveg auðsótt. Íslenska liðið er skipað okkar besta fóki í hverri grein, en alls eru 30 íþróttamenn sem keppa um helgina fyrir okkar hönd. „Lið Íslands jafnara og veikleikar færri en áður. Á sama tíma er toppfólk til staðar. Það verður því liðsheildin og baráttuandinn sem skilar liðinu áfram,“ sagði Jónas Egilsson formaður í samtali við tíðindamann.
 
Fyrir kvennaliðiðu fara Ásdís Hjálmsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Aníta Hinriksdóttir, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, en þær keppa allar í 2-3 einstaklingsgreinum. Álagið í karlagreinum dreifist betur, en Óðinn Björn Þorsteinsson, Kári Steinn Karlsson og Guðmundur Sverrisson fara þar fyrir öflugum hópi ungra og reyndra keppenda karlaliðsins.
 
Liðið er skipað þannig:
 
Karlar
Konur
100 m
Jóhann Björn Sigurbjörnsson
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir
200 m
Kolbeinn Höður Gunnarsson
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir
400 m
Trausti Stefánsson
Hafdís Sigurðardóttir
800 m
Kristinn Þór Kristinsson
Aníta Hinriksdóttir
1500 m
Hlynur Andrésson
Aníta Hinriksdóttir
3000 m
Kári Steinn Karlsson
Arndís Ýr Hafþórsdóttir
5000 m
Kári Steinn Karlsson
Arndís Ýr Hafþórsdóttir
3000 m hi
Arnar Pétursson
Helga Guðný Elíasdóttir
110/100 m gr
Einar Daði Lárusson
Kristín Birna Ólafsdóttir
400 m gr
Ívar Kristinn Jasonarson
Kristín Birna Ólafsdóttir
Hástökk
Einar Daði Lárusson
Ásgerður Jana Ágústsdóttir
Stangarstökk
Mark Johnson
Arna Ýr Jónsdóttir
Langstökk
Kristinn Torfason
Hafdís Sigurðardóttir
Þrístökk
Bjarki Gíslason
Hafdís Sigurðardóttir
Kúluvarp
Óðinn Björn Þorsteinsson
Ásdís Hjálmsdóttir
Kringlukast
Stefán Árni Hafsteinsson
Ásdís Hjálmsdóttir
Sleggjukast
Hilmar Örn Jónsson
Vigdís Jónsdóttir
Spjótkast
Guðmundur Sverrisson
Ásdís Hjálmsdóttir
4×100
Ari Bragi Kárason, Juan Ramon Borges Bosque, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Trausti
Hrafnhild Eir, Hafdís, Björg Gunnarsd., Steinunn Erla Davíðsd, Sveinbjörg
4×400
Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Trausti, Ívar Kristinn, Einar Daði,
Aníta, Hafdís, Björg, Kristín Birna, Steinunn Erla
 
 
Fararstjóri er Benóný Jónsson varaformaður FRÍ og liðsstjóri Þórey Edda Elísdóttir verkefnisstjóri landsliðsmála FRÍ, s. 663-1863.
 
Tímaseðill og úrslitasíða mótsins er hægt að sjá hér:  www.tbilisi2014.com

FRÍ Author