Íslenska liðið komið til Sarajevo

Íslenska landsliðið er nú komið til Sarajevo og inná hótel Hercigovina, þar sem liðið mun dveljast fram á mánudag. Liðið kom á hótelið kl. 18:30 að staðartíma eða kl. 16:30 að íslenskum tíma. Ferðalagið frá Íslandi tók því 12 klst., en millilent var í Kaupmannahöfn og flogið þaðan beit til Sarajevo. Hótelið er fínt og voru allir sáttir við kvöldmatinn. Veðrið er mjög gott, um 25-27°í kvöld. Haldin var stuttur liðsfundur á hóteltröppunum í kvöld þar sem Hafsteinn Óskarsson ljósmyndari í ferðinni smellti þessai mynd af hópnum.
Síðasti liðsmaðurinn, Björgvin Víkingsson var að skila sér frá Zürich rétt í þessu og þá eru allir komnir á leiðarenda og næst á dagskrá er að fara í háttinn, enda allir orðnir þreyttir eftir langan ferðadag.
 
Á morgun eru æfingar, liðsfundur og afslöppun á dagskrá fyrir átökin um helgina.

FRÍ Author