Íslenska liðið í 6. sæti í Sarajevo – Jóhanna vann langstökkið

Nú er lokið seinni keppnisdegi í Evrópukeppni landsliða í Sarajevo.
Íslenska liðið varð í 6. sæti í stigakeppninni með 327,5 stig, hálfu stigi á eftir Azerbadjan sem varð í fimmta sæti. Lið Ísraels sigraði með 401,5 stigum og Moldóvía varð í öðru sæti með 393,5 stig. Ísrael og Moldóvía keppa því í 2. deild á næsta ári. Danmörk varð í þriðja sæti með 391 stig og B&H varð í fjórða sæti með 357 stig.
Í dag var íslenskt veður í Sarajevo, 13° hiti og rigningardropar með köflum, en það virtist ekki hafa þau áhrif á íslensku keppendurna sem við vonuðumst eftir og var gengi okkar fólks ekki eins gott í dag og í gær í heildina litið.
 
Jóhanna Ingadóttir stóð sig best íslensku keppendanna í dag og vann glæsilegan sigur í langstökki, stökk lengst 6,09 metra og bætti sinn besta árangur um 10 sm. Þetta er þriðji besti árangur íslenskrar konu frá upphafi í þessari grein. Jóhann átti þrjú stökk yfir 6 metra í keppninni (6,03 og 6,01m).
Þá náði Helga Margrét Þorsteinsdóttir öðru sæti í kúluvarp, varpaði 13,78 metra, sem er næstbesti árangur hennar.
 
Árangur okkar fólks í öðrum greinum var eftirfarandi í dag:
* Ágústa Tryggvadóttir stökk 1,68 metra í hástökki og varð í 3-4. sæti.
* Sandra Pétursdóttir kastaði sleggjunni 49,78 metra og varð í 4. sæti.
* Bjarki Gíslason stökk 4,50 metra í stangarstökki og varð í 4-5. sæti. Þetta er jafnt hans besta árangri á þessu ári.
* Linda Björk Lárusdóttir náði 4. sæti í 100m grindahlaupi á 15,06 sek.
* Jón Bjarni Bragason kastaði kringlunni 45,20 metra og varð í 5. sæti.
* Trausti Stefánsson hljóp 200m á 22.01 sek.og varð í 5. sæti. Trausti bætti sinn besta árangur frá sl. ári um 5/100 úr sek.
* Stefán Guðmundsson hljóp 3000m hindrunarhlaup á 9:24,48 mín og varð í 5. sæti.
* Íris Anna Skúladóttir hljóp 5000m hlaup á 17:44,22 mín og varð í 5. sæti. Tíminn er alveg við hennar besta í þessari grein.
 
* Kristinn Torfason stökk 14,21 metra í þrístökki og varð í 6. sæti.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir hljóp 200m á 26,13 sek. og varð í 7. sæti.
* Einar Daði Lárusson hljóp 110m gridahlaup á 15,61 sek. og varð í 8. sæti.
Einar Daði rak sig í 7. grind og var nærri dottin og missti allan hraða, eftir gott hlaup fram að því.
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir hljóp 1500m á 4:48,45 mín og varð í 8. sæti.
* Snorri Sigurðsson hljóp 800m hlaup 1:54,30 mín og bætti sinn besta árangur um 1,4 sek. og varð í 10. sæti.
* Þorbergur Ingi Jónsson hljóp 3000m á 8:55,09 mín og varð í 10. sæti.
* Guðmundur Sverrisson gerði bæði köst sín í spjótkastinu ógild og fékkst því ekkert stig út úr þeirri grein.
* Þorbergur Ingi Jónsson hljóp 3000m á 8:55,09 mín og varð í 10. sæti.
 
Íslenska boðsveitin í 4x400m boðhlaupi karla varð í 6. sæti á 3:17,69 mín.
Sveitina skipuði þeir Bjarki Gíslason, Björgvin Víkingsson, Þorkell Einarsson og Þorsteinn Ingvarsson.
Boðhlaupssveit kvenna í 4x400m hlaupi varð í 7. sæti á 3:58,16 mín.
Sveit Íslands skipuðu þær Stefanía Valdimarsdóttir, Erna Dís Gunnarsdóttir, Þóra Kristín Pálsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir.
 
Heildarúrslit eru á: www.etcsarajevo2009.com.ba

FRÍ Author