Íslenska landsliðið í 6.sæti í Sarajevo – Tveir sigrar í dag.

Nú er lokið fyrri keppnisdegi í Evrópukeppni landsliða í Sarajevo. Íslenska liðið er í 6.sæti í stigakeppni mótsins með 157 stig eftir fyrri daginn. Ísrael er efst með 186,5 stig, Moldova er í öðru sæti með 180 stig, Danmörk í þriðja með 179, Azerbaidjan í fjórða með 163,5. Í sjöunda sæti er svo Luxemborg með 141,5 og Armenía er í áttunda sæti með 127 stig. Þrettán lið keppa í 3. deild hér í Sarajevo. Veðrið var gott í dag, 27° og sól, en nokkuð misvindasamt inná leikvanginum.
 
Því miður var ekki hægt að skrifa fréttir á meðan á keppni stóð í dag, þar sem ekki var internet tenging á vellinum.
Árangur okkar fólks í keppninni í dag var mjög góður í heildina og nokkrir að bæta sinn besta árangur.
Tveir sigrar unnust í dag og við náðum þrisvar sinnum þriðja sæti.
* Björgvin Víkingsson landaði fyrsta sigri okkar í keppninni og 13 stigum, þegar hann vann 400m grindahlaup, en hann kom í mark á 52,41 sek.
* Bergur Ingi Pétursson sigraði örugglega í sleggjukastinu, kastaði lengst 70,93 metra og sjö metrum lengra en
næsti keppandi. Bergur varpaði einnig kúlunni í dag 14,67 metra, sem dugði honum í 5. sæti.
* Jóhanna Ingadóttir náði þriðja sæti í þrístökk, stökk lengst 12,84m ( 1.8m/s) og bætti sinn besta árangur um
9 sm. Jóhanna átti mun lengra ógilt stökk í síðustu umferð. Þetta er næstlengsta stökk íslenskrar konu frá upphafi í þrístökki.
* Hulda Þorsteinsdóttir náði 3. sæti í stangarstökki, stökk 3,70m og jafnaði sinn besta árangur í greininni.
* Helga Margrét Þosteinsdóttir varð í 4. sæti í spjótkasti, kastaði lengst 42,43 metra.
* Íris Anna Skúladótir hljóp 3000m hindrunarhlaup á 11:08,93 mín og varð í 4. sæti.
* Kristinn Torfason varð fjórði í lanstökki, stökk 7,25 metra.
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í 5. sæti í 3000m hlaupi á 10:29,86 mín.
* Kári Steinn Karlsson varð líka fimmti í 5000m hlaupi á 14:45,51 mín.
* Þóra Kristín Pálsdóttir varð í 6. sæti í 400m grindahlaupi á 66,35 sek.
* Þorbergur Ingi Jónsson hljóp 1500m hlaup á 3:57,99 mín og varð einnig í 6. sæti.
* Trausti Stefánsson bætti sinn besta árangur í 400m hlaupi í dag, hljóp á 49,11 sek. og varð í 6.sæti.
* Hafdís Sigurðardóttir bætti sinn besta árangur í 400m hlaupi, hljóp á 57,44 sek. og varð í 7.sæti.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í 7. sæti í 100m hlaupi kvenna á 12,90 sek. (-3,7m/s).
* Einar Daði Lárusson stökk 1,90m í hástökki og endnaði í 8.sæti.
* Magnús Valgeir Gíslason var í 9. sæti í 100m hlaupi karla á 11,25 sek.(-1,7m/s).
* Fríða Rún Þórðardóttir hljóp 800m á 2:21,51 mín og varð tíunda.
* Sandra Pétursdóttir gerði ógilt í báðum köstum í kringlukasti og var því úr leik skv. þeim nýju reglum sem gilda í keppninni, þar sem allir keppendur fá tvö köst sex efstu halda áfram í 3.umferð.
 
Þá hljóp 4x100m boðsveit kvenna mjög vel og náði 3. sæti á 47,46 sek. Sveit Íslands skipuðu þær Linda Björk Lárusdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir.
 
Boðsveit karla í 4x100m hlaupi varð í 4. sæti á 41,26 sek., sem er aðeins 7/100 úr sek. frá íslandsmetinu í
þeirri grein. Sveit Íslands skipuðu þeir Arnór Jónsson, Magnús Valgeir Gíslason, Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson.
 
Seinni keppnisdagur hefst síðan kl. 13:30 á morgun með stangarstökki karla. Kl. 14:30 hefst keppni
í 100m grindahlaupi kvenna, þrístökki karla, sleggjukasti kvenna og spjótkasti karla.
 
Heimasíða mótsins: www.etcsarajevo2009.com.ba

FRÍ Author