Íslenska landsliðið fyrir Evrópukeppni landsliða í Sarajevo valið

Íslenska liðið er þannig skipað:
Karlar:
* Magnús Valgeir Gíslason (100m, boðhlaup)
* Trausti Stefánsson (200m, 400, boðhlaup)
* Snorri Sigurðsson (800m)
* Þorbergur Ingi Jónsson (1500m, 3000m)
* Kári Steinn Karlsson (5000m)
* Stefán Guðmundsson (3000m hindrun)
* Einar Daði Lárusson (110m grind, hástökk)
* Björgvin Víkingsson (400m grind, boðhlaup)
* Kristinn Torfason (langstökk, þrístökk, boðhlaup)
* Bjarki Gíslason (stangarstökk)
* Bergur Ingi Pétursson (sleggjukast, kúluvarp)
* Guðmundur Sverrisson (spjótkast)
* Jón Bjarni Bragason (kringlukast)
* Arnór Jónsson (boðhlaup)
* Þorsteinn Ingvarsson (boðhlaup)
* Þorkell Einarsson (boðhlaup)
 
Konur:
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir (100m, 200m, boðhlaup)
* Hafdís Sigurðardóttir (400m, boðhlaup)
* Fríða Rún Þórðardóttir (800m)
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir (1500m, 3000m)
* Íris Anna Skúladóttir (5000m, 3000m hindrun)
* Linda Björk Lárusdóttir (100m grind, boðhlaup)
* Þóra Kristín Pálsdóttir (400m grind)
* Jóhanna Ingadóttir (langstökk, þrístökk)
* Ágústa Tryggvadóttir (hástökk)
* Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk)
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir (kúluvarp, spjótkast, boðhlaup)
* Sandra Pétursdóttir (sleggjukast, kringlukast)
* Erna Dís Gunnarsdóttir (boðhlaup)
* Stefanía Valdimarsdóttir (boðhlaup)
 
Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson gáfu ekki kost á sér við valið vegna meiðsla.
 
Auk Íslands keppa eftirfarandi 13 þjóðir í 3. deild í Sarajevo um helgina:
Moldóvía, Makedónía, Andorra, Bosnía&Herzigónía, Danmörk, Albanía, Montenegró, Azerbaidjan, Armenía, Ísrael, Georgía, Luxemborg og AASSE (sameiginlegt lið frá Möltu, Monakó, San Marínó og Lichtenstein).
 
Róttækar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulagi frá fyrri árum, en þessar breytingar verða eingöngu viðhafðar í Evrópukeppni landsliða. Ekki er lengur aðskilin karla-og kvennakeppni. Þá eru ýmsar aðrar nýjungar, sem ekki hafa sést áður á frjálsíþróttamótum.
Þær helstu eru:
* Í 3000 m og 3000 m hindrunarhlaupi er síðasti hlauparinn hverju sinni „dæmdur“ úr leik þegar 5, 4 og 3 hringir eru eftir.
* Í 5000 m hlaupi er síðasti hlauparinn hverju sinni „dæmdur“ úr leik þegar 7, 5, og 3 hringir eru eftir.
* Lárétt stökk og kastgreinar: Allir keppendur fá tvær tilraunir. Eftir 2. umferð halda keppendur með sex
bestu árangrana áfram í 3. umferð og loks fá keppendur með fjóra bestu árangrana fá eina tilraun til viðbótar.
Öllum keppendum er raðað í sæti eftir besta árangri viðkomandi og alþjóðlegar reglur um jafnan árangur gilda.
* Lóðrétt stökk (hástökk og stangarstökk): Hver keppandi má aðeins fella hæðir fjórum sinnum, þ.e. eftir fjögur föll
er keppandi úr leik. Að öðru leyti gilda alþjóðlegar reglur um föll á hæð.
* Þá eru engin þjófstört leyfð.
 
Fararstjórar eru: Egill Eiðsson og Dóra Gunnarsdóttir.
Þjálfarar í ferðinni: Unnur Sigurðardóttir (verkefnastjóri), Jón Sævar Þórðarson, Pétur Guðmundsson, Unnar Vilhjálmsson og Þráinn Hafteinsson.
Fagteymi: Róbert Magnússon og Laufey Sigurðardóttir.
Myndatökumaður: Hafsteinn Óskarsson.
 
Heimasíða keppninnar: www.etcsarajevo2009.com.b

FRÍ Author