Íslenska landsliðið á leið til Tel Aviv

Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum lagði af stað til Tel Aviv, Ísrael, nú í morgun.

Landsliðið, sem skipað er 32 íþróttamönnum, mun keppa í 2. deild á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram helgina 24.-25. júní nk.

Keppnin hefur aldrei verið sterkari en í ár, en 12 þjóðir munu keppa á mótinu. Það er aukning um 4 þjóðir frá árinu 2015. Ísland sendir mjög sterkt lið til leiks og eru t.d. Ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason á meðal keppenda.

Heimasíðu mótsins má finna hér.

Tímaseðil, keppendalista og úrslit mótsins má finna hér.

Athugið að tímaseðillinn á síðu mótsins er aðeins vitlaus. Mótið hefst snemma morguns á laugardaginn með sleggjukasti karla þar sem Vilhjálmur Árni Garðarson mun keppa í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd.

ÁFRAM ÍSLAND!