Íslensk skrif í alþjóðlegt frjálsíþróttarit

Tvær greinar eftir íslenska höfunda eru í nýjasta hefti New Studies in Athletics (NSA). Í ritinu sem er útgefið af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) er fjallað um ýmiss málefni frjálsíþrótta, svo sem þjálfun, tæknimál, fræðslu og nú þróun innan hreyfingarinnar.
 
Birgir Guðjónsson, sem átti sæti í lækna- og lyfjanefndum IAAF þar til á síðasta ári, skrifar grein um baráttuna gegn lyfjanotkun innan hreyfingarinnar. Greinin veitir gott yfirlit um sögu og ástæður baráttunnar gegn lyfjanoktun í íþróttum ásamt núverandi ástandi.
IAAF hefur verið leiðandi innan hinnar alþjóðlegu íþróttahreyfingar gegn ólöglegri lyfjanoktun. Jafnframt eru fleiri lyfjapróf tekin innan frjálsíþrótta en í nokkurri annarri íþróttagrein í heiminum í dag.
 
Jónas Egilsson, sem er fyrrverandi formaður FRÍ, fer yfir fyrir sögu og þróun frjálsíþrótta á Íslandi
ásamt núverandi stöðu íþróttarinnar. Þá er fjallað nokkuð ítarlega um nokkra þætti starfseminnar,
svo sem þjálfun, aðstöðu, fræðslu, árangri á alþjóðlega vísu og hina miklu fjölgun Íslandsmeta svo dæmi séu tekin. Greinin er unnin í samvinnu við Bill Glad sem er einn af ritstjórum blaðsins og starfsmaður Frjálsíþróttasambands Evrópu (EA). Þessi grein er fyrsta úttektin sem til stendur að gerði verði á frjálsíþróttastarfsemi víðar í heiminum.
 
NSA er áhugavert rit fyrir þá sem vilja fylgast með umræðu og þróun innan frjálsíþróttanna, hvort sem er um þjálfun, tæknimál eða annað áhugavert frjálsíþróttaefni. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu IAAF(http://www.iaaf.org/development/studies/index.html) eða óska eftir áskrift hjá starfsmanni sambandsins (vicky@iaaf.org).

FRÍ Author