Íslensk deildarkeppni í utanvegahlaupum

Penni

< 1

min lestur

Deila

Íslensk deildarkeppni í utanvegahlaupum

Frá og með 1. janúar 2023 mun ITRA (International Trail Running Association) setja á laggirnar National league eða íslenska deildarkeppni í utanvegahlaupum. Öll íslensk utanvegahlaup sem skrá sig hjá ITRA fyrir árið 2023 eru með í keppninni og allir íslenskir hlauparar. 

Keppnin er:

  • Opin öllum
  • Auðvelt að taka þátt
  • Einfaldar reglur
  • Kláraðu 3 utanvegahlaup til að vera með
  • Hvaða vegalengd sem er

Til að taka þátt í keppninni þarf hlaupari að hlaupa þrjú íslensk utanvegahlaup innan ársins 2023.  Hlaupið verður að sjálfsögðu að vera ITRA vottað hlaup. Í dag eru nánast öll utanvegahlaup á Íslandi vottuð sem ITRA hlaup, en við viljum hvetja alla íslenska hlaupahaldara til að endurnýja skráninguna sína fyrir árið 2023 sem allra fyrst. Við skráningu verður hlaupið sjálfkrafa gilt í íslensku deildarkeppnina. Nánari upplýsingar fyrir hlaupahaldara má finna hér. Nánari upplýsingar fyrir hlaupara má finna hér.

Frjálsíþróttasamband Íslands er aðili að ITRA ( International Trail Running Association ). Hér má sjá kynningarmyndband um National league. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

Íslensk deildarkeppni í utanvegahlaupum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit