Íslendingar á Folksam Challenge í Svíþjóð

 Hafdís Sigurðardóttir, UFA, keppti í langstökki, 100m og 200m hlaupi.  Stökk hún 5,86m í langstökkinu, hljóp hún síðan 100 metrana á 12.09 s og svo 200m á tímanum 24,00 sem er 3.besti árangur íslendings í greininni. Jafnframt sigraði hún greinina.

Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK, sigraði í 400m grindahlaupi þegar hún hljóp á tímanum 60,42s sem er næst besti tíminn hennar.   Sigraði hún meðal annars Fridu Persson keppti á EM í Helsinki fyrir hönd Svíþjóðar. 

Trausti Stefánsson, FH, keppti í 400m hlaupi og varð í 9.sæti á tímanum 47,99

FRÍ Author