Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki eru í háskólum víðsvegar um Bandaríkin þar sem þau stunda nám og æfa við bestu aðstæður. Við heyrðum í íþróttamönnunum úti og spurðum þau út í námið og afhverju þau völdu skólann sem þau eru í.
Nafn: Baldvin Þór Magnússon
Skóli: Eastern Michigan University
Nám: Exercise physiology (master)
Ár: Fimmta og síðasta ár
Grein: Víðavangshlaup, Millivega- og langhlaup.
„Ég valdi skólann af því þetta er sami skóli Hlynur Andrésson fór í og mér leist vel á þjálfarann”
Nafn: Dagbjört Lilja Magnúsdóttir
Skóli: Life University
Nám: Kírópraktík
Ár: Þriðja ár
Grein: Spretthlaup
„Allt ferlið var mjög mikil tilviljun. Var ekki alveg viss hvað ég vildi læra, var búin að vera að hugsa um kírópraktík en þar sem það er bara kennt erlendis þá var ég ekki alveg 100 pósent. Life University er einn stærsti kírópraktorskóli í heimi og mjög margir Íslendingar hafa lært þar. Var í ferðalagi um USA og ákvað að fara í heimsókn í skólann, hitti þá frjálsíþróttaþjálfarann og eftir að hafa talað við hann þá var þetta eiginlega bara of gott tækifæri til að láta ekki reyna á það… Læra það sem mig langaði mest og æfa frjálsar í rosa góðum aðstæðum”
Nafn: Dagur Andri Einarsson
Skóli: Hillsdale Collage
Nám: Fjármálastjórnun (Financial Management)
Ár: Þriðja ár
Grein: Spretthlaup
„Hillsdale er lítill bær og ennþá minni skóli, um helmingi minni en HR. Mér fannst stærðin henta mér og hve náið skólasamfélagið er hérna”
Nafn: Elísabet Rut Rúnarsdóttir
Skóli: Texas State University
Nám: Sálfræði
Ár: Fyrsta ár
Grein: Sleggju- og lóðkast
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma hingað var aðallega þjálfarinn hérna en svo eru aðstæðurnar mjög góðar og veðrið líka”
Nafn: Erna Sóley Gunnarsdóttir
Skóli: Rice University
Nám: Meistaranám í alþjóðasamskiptum
Ár: Redshirt Senior (Fimmta og síðasta ár)
Grein: Kúluvarp
„Ég valdi Rice University vegna þess að skólinn er mjög sterkur námslega séð ásamt því að ég gat keppt í Division 1. Það var líka mjög spennandi að búa í stórborginni Houston”
Nafn: Eva María Baldursdóttir
Skóli: University of Pittsburgh
Nám: Verkfræði
Ár: Fyrsta ár
Grein: Hástökk
„Ég valdi Pitt því mér leist súper vel á þjálfarann og hvernig hann þjálfar. Skólinn er einnig mjög góður og með gott verkfræði nám. Að auki vildi ég breyta aðeins til og prufa að búa í stórborg, aðeins stærra en litla Selfoss, en campusið er í miðri borginni en ekki í háskólabæ eins og margar háskólar”
Nafn: Glódís Edda Þuríðarsdóttir
Skóli: University of Texas Arlington
Nám: „Ég hef enn ekki ákveðið hvað það er sem ég vil læra, akkúrat núna er ég í nokkrum mismunandi grunn áföngum sem hjalpa við að finna hvar áhuginn liggur. Hér er mikið um að velja svo ég verð vonandi búin að finna mitt fag á næstu mánuðum”
Ár: Fyrsta ár
Grein: Fjölþraut
„Það má í raun segja að það hafi verið “good feeling” að velja UTA. Ég skoðaði marga flotta skóla með mismunandi áherslur og marga svipaða en þar sem megináherslan er sjöþraut valdi eg skóla sem styður við það á sem bestan hátt og auðvitað spilar umhverfi, nám og félagslíf miklu máli samhliða íþróttinni. UTA passaði best við mínar óskir og varð þvi fyrir valinu”
Nafn: Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir
Skóli: Virginia Commonwealth University
Nám: Líffræði
Ár: Annað ár
Grein: Lóð- og sleggjukast
„Valdi VCU aðallega af því mér leist vel á þjálfarann og prógrammið”
Nafn: Hekla Sif Magnúsdóttir
Skóli: West Texas A&M University
Nám: Mass Media Communications / broadcasting & journalism
Ár: Annað ár
Grein: Stökkgreinar
„Ég valdi þennann skóla eftir að hafa talað við yfir 20 skóla og þjálfara út um öll Bandaríkin. Mér leist lang best á þjálfarann hérna útaf nokkrum ástæðum; prógrammið var mjög vel hannað og áhugavert, hann hefur þjálfað helling af stökkvörum sem hafa bætt sig þvílíkt hjá honum og það vakti áhuga minn. Hann sýndi mér nokkur dæmi um pb hjá íþróttafólki áður en þau byrjuðu hér og svo hvað þau bættu sig mikið, það var mikilvægt í mínum augum þegar ég var að velja skóla og þjálfara. Önnur ástæða afhverju ég valdi West Texas A&M er að í hverjum tíma eru aldrei fleiri en 20-30 nemendur sem gefur manni tækifæri að kynnast kennaranum og fá persónulegri kennslu sem hentar mér betur en risa stór skóli. Texas var auk þess mjög ofarlega á listanum mínum, ég hafði mjög mikinn áhuga á að kynnast menningunni í Texas!”
Nafn: Kristján Viggó Sigfinnsson
Skóli: University of Arizona
Nám: Viðskiptafræði (pre buisness)
Ár: Freshman (fyrsta ár)
Grein: Hástökk
„Ég valdi þennan skóla útaf veðrinu og þeir eru með einn besta hastökksþjálfarann á landinu”
Nafn: Óliver Máni Samúelsson
Skóli: Hillsdale Collage
Nám: Stærðfræði með smá tvist af tölvunarfræði og grafískri hönnun
Ár: Annað ár
Grein: Spretthlaup
„Ef að ég a að vera alveg hreinskilinn, þá valdi ég þennan skóla vegna þess að Dagur Andri var í honum og þeir gáfu mér mesta peninginn”
Nafn:Trausti Þór Þorsteins
Skóli: Iona University
Nám: Film & Media Studies
Ár: Fimmta ár (að taka meistaranám)
Grein: Víðavangshlaup – millivergahlaup
„Ég kláraði Bachelor gráðu í Wagner College sem er í New York og ég vildi halda mér á svipuðum slóðum, Iona er líka í New York og með eitt sterkasta lið á svæðinu sem hefur margoft verið í top 10 sætum á landinu í víðavangshlaupum. Um leið og þeir sýndu áhuga var það nokkuð slegið í mínum huga”