Íslendingar á sterkum mótum erlendis

Seinni partinn á morgun, 22. ágúst, fer fram Trond Mohn Games í Bergen í Noregi. Mótið er haldið til heiðurs Trond Mohn sem er fyrrum íþróttamaður og hefur lagt mikið fjármagn til íþrótta, rannsókna og heilsueflingar. Á meðal keppenda á mótinu er Karsten Warholm sem er bæði heims- og evrópumeistari í 400 metra grindarhlaupi. Einnig munu allir þrír Ingebrigtsen bræðurnir keppa sem stálu senunni á EM í Berlín. Því er mikill heiður að vera boðin þáttaka á þessu móti. Fjórar íslenskar stelpur verða einnig á meðal keppenda. Það eru Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800 metra hlaupi, Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti svo keppa Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth báðar í 100 metra spretthlaupi.

Beina útsendingu af mótinu sjá hér og heimasíðu mótsins hér

Fyrr í vikunni keppti Guðni Valur Guðnason á sterku móti í Eistlandi. Guðni kastaði lengst 62,20 metra og endaði í þriðja sæti. Fleiri upplýsingar um það mót má sjá hér.