Íslandsmótið í maraþoni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 er Íslandsmeistaramótið í maraþoni. Hlaupið fer fram á morgun, þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem það verður haldið.

Allir Íslendingar sem skrá sig til þátttöku í maraþon eru sjálfkrafa skráðir þátttakendur í Íslandsmeistaramótið í maraþoni. Frjálsíþróttasamband Íslands veitir fyrstu Íslendingum í maraþoni sérstök verðlaun og krýna Íslandsmeistara.

Hér má sjá frekari upplýsingar um hlaupið og hlaupaleiðina.

Íslandsmeistarar í fyrra voru Arnar Pétursson sem kom í mark á 2:26:43 klukkustundum og Anna Berglind Pálmadóttir á 3:11:14 klukkustundum. Íslandsmet karla á Kári Steinn Karlsson frá árinu 2011 og er það 2:17:12 klukkustundir og í kvennaflokki er það 2:35:15 klukkustundir sem Martha Ernsdóttir setti árið 1999. Bæði metin voru sett í Berlín.