Aldursflokkamet í sleggjukasti 15 ára stráka

Hilmar Örn úr ÍR hefur lokið keppni í sleggjukasti á NM 19 ára og yngri og varð í 7.sæti. Frábært hjá honum sérstaklega þegar við lítum á það að hann var rúmlega 3-4 árum yngri en allir hinir. Hann kastaði 6kg sleggju og náði að vippa henni 55,47m sem er nýtt aldursflokkamet.

FRÍ Author