Íslandsmet og þrjú mótsmet á MÍ innanhúss

Mynd: Gunnlaugur Júíusson

Penni

3

min lestur

Deila

Íslandsmet og þrjú mótsmet á MÍ innanhúss

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands innanhúss í Laugardalshöll. Eitt Íslandsmet og þrjú mótsmet voru sett á mótinu og voru það FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða.

Daníel Ingi Egilsson (FH) átti frábæra helgi en hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari og stórbætti tólf ára Íslandsmet Kristins Torfasonar (FH) í þrístökki karla innanhúss. Hann stökk lengst 15,49 metrar en fyrra metið var 15,27 metrar. Í öðru sæti var Bjarki Rúnar Kristinsson (Breiðablik) með 14,23 metra. Í þriðja sæti var Egill Atlason Waagfjörð (Katla) með 12,41 metra.

Hann varð svo í dag Íslandsmeistari í langstökki með stökki upp á 7,23 metra en hann er búinn að stökkva lengst 7,35 metra í ár sem er hans persónulegi besti árangur. Í öðru sæti var Daníel Breki Elvarsson (Selfoss) með 6,53 metra sem er persónulegt met. Í þriðja sæti var Egill Atlason Waagfjörð með 6,33 metra sem er einnig persónulegt met.

Irma Gunnarsdóttir (FH) var hársbreidd frá Íslandsmetinu sínu í þrístökki kvenna þegar hún sigraði á nýju mótsmeti. Hún stökk lengst 13,34 metra en metið hennar í greininni er 13,36 metrar. í öðru sæti var Svanhvít Ásta Jónsdóttir (FH) með 11,66 metra og í því þriðja var Hugrún Birna Hjaltadóttir (Selfoss) með 10,72 metra sem er persónulegt met.

Irma sigraði einnig í langstökki kvenna með stökki upp á 6,27 metra. Stökkið var stigahæsta afrek mótsins samkvæmt stigatöflu World Athletics (WA) og hlaut hún 1057 stig. Irma var við sitt besta en hún á best 6,36 metra í greininni. Í öðru sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,05 metra og í því þriðja var Ísold Sævarsdóttir (FH) með 5,66 metra.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í 60 metra hlaupi karla og kom hann í mark á tímanum 6,80 sek sem er stigahæsta afrek karla á mótinu eða 1043 stig. í öðru sæti var Gylfi Ingvar Gylfason á tímanum 6,98 sek. sem er jöfnun á hans besta árangri. Í þriðja sæti var Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson á tímanum 7,12 sek.

Kolbeinn sigraði einnig í 200 metra hlaupi á tímanum 21,79 sek. Þar var í öðru sæti Ívar Kristinn Jasonarson á tímanum 22,27 sek. og á sama tíma, í þriðja sæti var Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Í 200 metra hlaupi kvenna var það Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) sem sigraði í hlaupinu á tímanum 24,41 sek. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir á tímanum 25,79 sek. sem er persónuleg bæting og Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (ÍR) var í því þriðja á 26,42 sek. sem er einnig persónuleg bæting.

Í 60 metra hlaupi kvenna var það Tiana Ósk Whitwort (ÍR)sem kom fyrst í mark á tímanum 7,62 sek. Í öðru sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir á 7,67 sek. sem er jöfnun á hennar besra árangri og í þriðja sæti var Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) á 7,72 sek. sem er persónuleg bæting.

Í kúluvarpi karla var það Íslandsmethafinn í kringlukasti karla, Guðni Valur Guðnason (ÍR) sem sigraði með miklum yfirburðum og kastaði hann lengst 18,01 metra. Í öðru sæti var Tómas Gunnar Gunnarsson Smith (FH) með 15,97 metra. Í þriðja sæti var Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) með 15,74 metra sem er persónulegt met.

Það var Birna Kristín Kristjánsdóttir sem sigraði í 60 metra grindahlaupi kvenna á tímanum 8,69 sek. í öðru sæti var Júlía Kristín Jóhannesdóttir á tímanum 8,90 sek. Í þriðja sæti var María Helga Högnadóttir (Ármann) á tímanum 8,97 sek. sem er persónuleg bæting.

FH Íslandsmeistarar félagsliða

Það var lið FH sem urðu Íslandsmetistar félagsliða en þau sigruðu bæði karla og kvenna flokkinn. Þau hlutu alls 64 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 30 stig lið HSK/Selfoss var í því þriðja með 19 stig.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu má finna hér.

Penni

3

min lestur

Deila

Íslandsmet og þrjú mótsmet á MÍ innanhúss

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit