Íslandsmet hjá Vigdísi í lóðkasti

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir FH keppti á dögunum í lóðkasti (9,08 kg) á McNeese Indoor mótinu í Lake Charles í Los Angeles, USA. Kastaði hún lóðinu 16,28 m og setti þar með nýtt glæsilegt Íslandsmet. Metið var áður 15,30 m og var það í eigu Guðleifar Harðardóttur, sett 25. febrúar 2001. Var því metið orðið tæplega 17 ára gamalt.

Vigdís sem er einn fremsti sleggjukastari landsins stundar nám og æfingar í Southeastern Louisiana University í Bandaríkjunum.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Vigdísi innilega til hamingju með Íslandsmetið!