Íslandsmet hjá Kolbeini á RIG

Ljósmynd: Gunnlaugur Júlíusson

Penni

< 1

min lestur

Deila

Íslandsmet hjá Kolbeini á RIG

Í dag fór fram frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll þar sem fremsta frjálsíþróttafólk Íslands mætti erlendum keppendum. 

Kolbienn Höður Gunnarsson (FH) stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 21,03 sek. en fyrra metið hans var 21,21 sek. Það var Englendingurinn Lee Thompson sem varð annar á tímanum 21,27 sek. og Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ármann) varð þriðji á tímanum 21,56 sek.

Það var tvöfaldur íslenskur sigur í 60 metra hlaupi. Guðbjörg Jóna sem sigraði í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7,42 sek. Hollendingurinn og FH-ingurinn Naomi Sedney varð önnur á tímanum 7,44 sek. og Englendingurinn Leonie Ashmeade þriðja á 7,51 sek.

Guðbjörg sigraði einnig í 200 metra hlaupi á tímanum 24,21 sek.

Kolbeinn sigraði í 60 metra hlaupi karla á tímanum 6,72 sek. Richard Akinyebo frá Englandi varð annar á tímanum 6,77 sek. og Arnar Logi Brynjarsson varð þriðji á tímanum 7,12 sem er jöfnun á hands besta árangri.

Heimsmeistarinn Chase Ealey sigraði í kúluvarpinu en var þó töluvert frá sínu besta og kastaði lengst 17,90 metra í eina gilda kasti sínu af sex. Serena Vincent frá Englandi var önnur með kast upp á 16,15 metra.

Það var Englendingurinn Lewis Byng sem sigraði í kúluvarpi karla með kast upp á 18,09 metra. Ólympíufarinn og Íslandsmethafinn í kringlukasti Guðni Valur Guðnason var annar með kast upp á 17,93 metra.

Í langstökki kvenna sigraði Irma Gunnarsdóttir með stökki upp á 6,34 metra sem er aðeins tveimur sentímetrum frá hennar besta árangri. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í greininni var önnur með stökki upp á 6,17 metra sem er hennar ársbesti árangur og Birna Kristín Kristjánsdóttir varð þriðja með 6,04 metra.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Íslandsmet hjá Kolbeini á RIG

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit