Íslandsmet hjá Hilmari Erni Jónssyni

Hilmar Örn Jónsson FH setti Íslandsmet í lóðkasti, 35 Ib (15,88 kg), þegar hann kastaði 20,71m. Hilmar Örn átti sjálfur eldra metið 20,32 m, frá því á síðasta ári. Íslandsmetið setti hann á sínu fyrsta háskólamóti á þessu ári þann 21.janúar síðastliðinn. Mótið fór fram í Notre Dame í Indiana, Bandaríkjunum og lenti Hilmar í fjórða sæti.  Innilega til hamingju Hilmar Örn með flottan árangur.