Íslandsmet hjá Ara Braga í 100 m

Rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi bætti Ari Bragi Kárason FH eigið Íslandsmet í 100 m hlaupi á Coca Cola móti FH í Kaplakrika. Hann hljóp á tímanum 10,51 sek eftir hörkukeppni við Kolbein Höð Gunnarsson FH sem hljóp á 10,63 sek. Þessi tími er bæting á fyrra metinu um 1/100 úr sekúndu. Í þriðja sæti og á bætingu var Blikinn Juan Ramon Borges Bosque á tímanum 10,87 sek. Vindur mældist +1,5 m/s í hlaupinu.

Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilega tíma og Ara Braga til hamingju með nýja Íslandsmetið!