Íslandsmet á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina. ÍR varð Íslandsmeistari í samanlagðri stigakeppni allra flokka með 367,5 stig. Alls hlutu ÍR-ingar 30 gull, 20 silfur og 15 brons. FH varð í öðru sæti með 252,5 stig og HSK/Selfoss í þriðja sæti með 240,0 stig. Eitt Íslandsmet, tvö aldursflokkamet og þrettán mótsmet voru sett á mótinu.

Guðbjörg með Íslandsmet

Guðbjörg jóna Bjarnadóttir, ÍR, opnaði mótið með persónulegri bætingu og sló sitt eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi. Hún kom í mark á 7,46 sekúndum sem er bæting um 0,01 sekúndu. Metið er einnig aldursflokka met í flokki 20-22 ára. Hún deildi áður Íslandsmetinu með Tiönu Ósk Whitworth sem setti metið árið 2018 og jafnaði Guðbjörg það ári síðar. 

Það var geggjað, startið var geðveikt eða mér fannst það allavega, loksins hitti ég vel á það í startinu og er búin að fókusa á að vinna mjög vel upp úr startinu og það náðist, þá kom Íslandsmet,“ segir Guðbjörg.

Ég var ekki með neinar væntingar

Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, er í miklu stuði og tvíbætti þriggja vikna aldursflokkametið sitt í langstökki í flokki 18-19 ára. Hún byrjaði keppnina á tveimur ógildum stökkum en náði í þriðja stökkinu gildu sem var 6,07 metrar. Í fjórðu umferð bætti hún sentimetri við og stökk 6,08 metra sem var síðasta gilda stökkið hennar. Síðustu tvö stökkin voru ógild en löng sem lofar góðu fyrir næstu mót. Með þessu stökki er Birna aðeins tveimur sentimetrum frá EM U20 lágmarki og sjö sentimetrum frá HM U20 lágmarki.

„Ég er bara mjög sátt, ég er ekkert búin að æfa mig neitt í vikunni þannig ég var ekki með neinar væntingar og þetta koma mér svolítið á óvart,“ segir Birna.

Mótsmet

20-22 ára 

 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 60m – 7,46 sek. (Íslandsmet, aldursflokkamet 20-22ára)
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 200m – 24,29 sek. 
 • Andrea Kolbeinsdóttir, 1500m – 4:38,82 sek.
 • Þórdís Eva Steinsdóttir, hástökk – 1,72m 
 • Hildigunnur Þórarinsdóttir, langstökk – 5,95m
 • Hildigunnur Þórarinsdóttir, þrístökk – 12,00m

18-19 ára

 • Birna Kristín Kristjánsdóttir, langstökk – 6,08m (aldursflokkamet 18-19 ára) 
 • Iðunn Björg Arnaldsdóttir – 4:46,36 sek.
 • Kristján Viggó Sigfinnsson, hástökk – 2,00m 
 • Eva María Baldursdóttir, hástökk – 1,76m
 • Viktor Logi Pétursson, þrístökk – 13,93m

16-17 ára

 • Júlía Kristín Jóhannesdóttir, 60m grind. – 8,70 sek. 
 • Birta María Haraldsdóttir, hástökk – 1,72m

 

Hér má sjá öll úrslit frá mótinu.

Hér má sjá myndir frá mótinu.