Íslandsmet á fyrsta móti tímabilsins

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Íslandsmet á fyrsta móti tímabilsins

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) byrjaði utanhúss tímabilið af krafti er hún sigraði í sleggjukasti á UTSA Invitational í San Antonio, Texas í dag. Hún kastaði sleggjunni 69,11 m. og bætti þar með eigið Íslandsmet. Fyrra met hennar var 66,98 m. en hún sló það á bandaríska háskólameistaramótinu í fyrra sumar í Austin, Texas og hafnaði í 7. sæti.

Hægt er að sjá úrslitin hér.

“Það er búið að ganga vel að æfa síðustu mánuði en ég var alls ekki að búast við að bæta mig strax á fyrsta móti. Þetta sýnir mér bara að ég sé í hörku formi fyrir þetta tímabil og ég þarf bara að halda áfram því sem ég og þjálfarar mínir erum búin að vera að gera!” – Sagði Elísabet eftir keppni.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Íslandsmet á fyrsta móti tímabilsins

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit