Íslandsmeistarar í Maraþoni

Íslandsmeistaramótið í Maraþonhlaupi fór fram samhliða Reykjavíkur Maraþoni í gær en veðrið lék við keppendur enda þótt sumum hafi þótt heldur heitt í veðri. Alls luku 467 konur og 839 karlar heilu maraþoni, eða samtals 1306 manns. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 2 klst. 33 mín og 15 sekúndur, Sigurjón Ernir Sturluson varð 2 á 2:54.28 klst. og Búi Steinn Kárason varð 3. á 3:13,26 klst. Arnar varð 2. í mark af öllum keppendum, Sigurjón varð 12. og Búi 36.
Í kvennaflokki kom Sigrún Sigurðardóttir fyrst íslensku kvennanna í mark á tímanum 3:23.53 klst, Björg Alexandersdóttir varð 2. á 3:41,02 klst og Guðrún Bergsteinsdóttir varð 3. á 3:42,24 klst. Betty Bohane sigraði í maraþonið kvenna á 3:06.27 klst. Sigrún kom 9. í mark, Björg 24. og Guðrún 29. 
Óskum þeim og öllum sem þreyttu keppni í Reykjavíkur maraþoni til hamingju með sinn árangur. Frábært að sjá hversu margir eru farnir að taka þátt í hlaupinu.
 

FRÍ Author