Hlaupasumarið hófst með glæsibrag með fjölmennu og vel heppnuðu Víðavangshlaupi ÍR í gær sumardaginn fyrsta.
Hátt í 600 þátttakendur sprettu úr spori í miðbæ borgarinnar og Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi voru krýndir, en jafnframt var í fyrsta sinn veittir sæmdartitlanir Íslandsmeistarar í aldursflokkum. Úrslit hafa verið færð í afrekaskrá FRÍ og gaman að sjá hreyfingu á topplistum viðurkenndra afreka. Hátt í 20 ný met bættust á topplista karla og 7 í flokki kvenna. Það er vel að merkja að hlauparar eru að eflast, ekki bara í hraða heldur í fjölda þátttakenda.
Flaggað var nýjum fána fyrir þessu fyrsta, en alls ekki seinasta, ‘FRÍ vottaða’ hlaupi sumarsins. Óháðir dómarar FRÍ sannreyndu alla framkvæmd. Hlauparar af öllum getustigum geta þannig verið vissir um að hlaupið og þeirra úrslit eru í lagi. Tekið er mark á úrslitunum um allan heim, þar sem þessi glæsilegi viðburður var á dagatali World Athletics og hafa úrslit efstu hlaupara verið færð til bókar á alþjóðlega vísu.
Á morgun er svo næsta FRÍ vottaða hlaup sumarsins, Vormaraþon Félags maraþonhlaupara. 300 hlauparar eru skráðir til þátttöku og ekki við öðru að búast en að það verði góð stemming og gleði.
Íslandsmeistarar í aldursflokkum eru:
14 ára og yngri
Olga Aletta Roux I ÍSÍ I 00:21:42 (00:21:35)
Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson I FH I 00:19:18 (00:19:1) (aldurs.fl.met 12 ára)
15 – 17 ára
Helga Lilja Maack I ÍR I 00:20:25 (00:20:22)
Hilmar Ingi Bernhardsson I ÍR I 00:18:42 (00:18:41)
Konur 18 – 39 ára
Andrea Kolbeinsdóttir I ÍR I 00:16:39 (00:16:38)
Þorsteinn Roy Jóhannsson I FH I 00:15:24 (00:15:24)
40 – 49 ára
Anna Berglind Pálmadóttir I UFA I 00:17:51 (00:17:49) (aldurs.fl.met 40-44 ára)
Þórólfur Ingi Þórsson I ÍR I 00:16:19 (00:16:17) (aldurfl.met 45-49 ára)
50-59 ára
Fríða Rún Þórðardóttir I ÍR I 00:18:49 (00:18:47 ) (aldursflokkamet 50-54 ára)
Willy Blumenstein I ÍSÍ I 00:18:02 (00:17:59)
60-69 ára
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir I KR I 00:23:55 (00:23:33) (aldursfl.met 65-69 ára)
Helgi Sigurðsson I FH I 00:19:14 (00:19:11)
70-79 ára
Anna Sigrún Björnsdóttir I ÍR I 00:27:16 (00:26:57)
Jón Hrafnkelsson I ÍSÍ I 00:21:55 (00:21:50)
80-89 ára
Eysteinn Hafberg I ÍSÍ I 00:39:29 (00:39:06)
Eftirfarandi settu jafnframt aldursflokkamet.
Steinunn Lilja Pétursdóttir I ÍSÍ I 45-49 ára 18:55
Búi Steinn Karlsson I FH I 35-39 ára 15:41
Allar ábendingar ef einhverjar eru má senda á hlaup@fri.is