Ísland og Danmörk í 4 sæti NM 19 ára og yngri

Norðurlandamótið er einnig stigakeppni á milli landanna. Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið á móti hinum. Allar þjóðir mega senda 2 keppendur í hverja grein. Við sendum því 1 keppenda á móti 1 keppenda hjá Dönum í allar greinar. En í ár þá eins og yfirleitt áður þá sendum við ekki keppendur í allar greinar og gátu Danir því sent tvo keppendur frá sér í nokkrar greinar.
Eftir báða dagana þá voru það Finnar sem unnu stigakeppnina hjá stelpunum, Svíar í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja. Við urðum í fjórða sæti.
Hjá strákunum urðu Svíar efstir, Finnar í öðru og Norðmenn í því þriðja. Við enn og aftur í því fjórða.
 
Hér má sjá stigakeppnina í heild.

FRÍ Author