Ísland í 4.sæti í Evrópubikarnum í Slóvakíu

 Ísland hafnaði í 4. sæti í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Slóvakíu í dag og vann sig upp um eitt sæti frá fyrri keppnisdeginum í gær. Íslenski hópurinn vann til verðlauna í átta greinum í dag.

Ísland hlaut samtals 437,5 stig en Moldóva varð í 3. sæti með 455,5 stig. Heimamenn í Slóvakíu unnu deildina og komust upp í 2. deild líkt og Lettar.

FRÍ Author