Ísland með gull á Evrópubikar

Magnaður atburður átti sér stað í kvöld þegar Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður Makedóníu. Með sigrinum komst Ísland upp í 2. deildina en aðeins eitt lið fer upp.

Ísland háði mikla baráttu við Serbíu sem fyrifram var með mun sterkara lið á pappír. Hver einn og einasti keppenda íslenska liðsins átti hins vegar frábært mót og fyrir síðustu greinar mótsins sem voru 4×400 metra boðhlaup sat Ísland í öðru sæti skammt frá Serbíu. Kvennasveitin kom önnur í mark en karlasveitin í þriðja. Serbneska karlasveitin sem kom fyrst í mark var hins vegar dæmd úr leik og fékk því engin stig fyrir þá grein. Þar með skaust Ísland þremur stigum fram úr Serbíu og hrepptu gullið. Lokaniðurstaðan var því 430 stig fyrir Íslands og 427 fyrir Serbíu.

Augnablikið þegar dómsúrskurðurinn var kveðinn upp og ljóst var að Ísland bæri sigur úr býtum má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Á þessum síðari keppnisdegi vann Ísland sér inn fjórtán verðlaun. Eitt gull, sjö silfur og sex brons og því 25 verðlaun í heildina.

Gullverðlaun dagsins hlaut Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fyrir 200 metra hlaup. Hún á Íslandsmetið í greininni og er ein sú efnilegasta í Evrópu. Hún sigraði í dag á 23,74 sekúndum.

María Rún Gunnlaugsdóttir keppti í tveimur greinum og vann til verðlaun í þeim báðum. Í 100 metra grindarhlaupi bætti hún sinn besta árangur og kom önnur í mark á 14,21 sekúndu. Í hástökki stökk hún yfir. 1,75 metra og fékk bronsverðlaun.

Erna Sóley Gunnarsdóttir fékk silfur í kúluvarpi þegar hún kastaði 15,85 metra, Aníta Hinriksdóttir silfur í 1500 metra hlaupi á 4:36,33 mínútum, Kolbeinn Höður Gunnarsson silfur í 200 metra hlaupi á 21,53 sekúndum og Hlynur Andrésson silfur í 3000 metra hlaupi á 8:15,18 mínútum.

Kvennasveitin í 4×400 metra boðhlaupi sem fékk silfurverðlaun skipuðu Glódís Edda Þuríðardóttir, Agnes Kristjánsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Tími þeirra var 3:45,47 mínútur sem er nýtt stúlknamet 20-22 ára. Karlasveitina í sömu grein skipuðu Kolbeinn Höður Gunnarsson, Kormákur Ari Hafliðason, Hinrik Snær Steinsson og Ívar Kristinn Jasonarson. Tími þeirra var 3:14,38 mínútur og fengu þeir einnig silfur.

Bronsverðlaun fengu Vigdís Jónsdóttir fyrir sleggjukast. Hún kastaði lengst 61,52 metra. Benjamín Jóhann Johnsen fyrir stangarstökk. Benjamín stökk yfir 4,51 metra sem er persónulegt met. Dagbjartur Daði fyrir spjótkast þegar hann kastaði 74,18 metra, Birna Kristín Kristjánsdóttir í langstökki þegar hún stökk 5,73 metra og Valdimar Hjalti Erlendsson í kringlukasti þegar hann kastaði 51,20 metra.

Hér má sjá myndir frá mótinu.
Öll úrslit mótsins má sjá hér