Ísland með átta keppendur á HM í utanvegahlaupum

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum verður ræst klukkan 06:00 að íslenskum tíma næsta laugardaginn 10.júní. Mótið fer fram í Toskana á Ítalíu.

Landlið Íslands í ár er það fjölmennasta frá upphafi og það skipa Elísabet Margeirsdóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Guðni Páll Pálsson, Daníel Reynisson og Birgir Sævarsson.

Hér má sjá trailer hlaupsins: https://www.youtube.com/watch?v=S7nho2ZPpNg

Hér má finna startlistann: http://www.iau-ultramarathon.org

Hægt er að fylgjast með hlaupinu live: http://www.trailsacredforests.com

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis!