ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum

 Þrátt fyrir að úthlutað sé að þessu sinni rúmlega 96 milljónum króna, ser er hækkun frá styrkjum undanfarinna ára (undantekning þó árið 2012), er enn langt í land að styrkir ÍSÍ standi undir afreksstarfi sérsambandanna.  Til dæmis má nefna að kostnaðaráætlanir þeirra 26 sérsambanda sem sóttu um styrk vegna íþrótamanna, liða og verkefna til Afrekssjóðs ÍSÍ 2014 nema rúmlega 891 m. kr og nemur því framlag ÍSÍ einungis 10,3% af áætluðum kostnaði.
 
Fimm sérsambönd fá styrki sem eru eyrnamerktir ákveðnum íþróttamönnum.  Þetta eru samtals átta íþróttamenn sem hljóta A-styrk, 200.000 kr á mánuði.  Þetta eru þau:
 
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona
Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður
Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona
Ásgeir Sigurgeirsson, skotmaður
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona
Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður
 
Enginn hlýtur B styrk að þessu sinni en líkt og með A-styrkinn fá átta íþróttamenn C-styrk.  Upphæð C-styrks er 60.000 kr á mánuði.  Þetta eru þau:
 
Anton Sveinn McKee, sundmaður
Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður
Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttamaður
María Guðsteinsdóttir, kraftlyftingamaður
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona
Þormóður Árni Jónsson, júdómaður
 
Þeir frjálsíþróttamenn sem koma úr FRÍ sem hljóta eingreiðslustyrk að upphæð kr 300.000 eru:
 
Einar Daði Lárusson
Hafdís Sigurðardóttir
Óðinn Björn Þorsteinsson
 
 
 

FRÍ Author