ÍSÍ tilkynnir um úthlutun úr Afrekssjóði

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti úr Ármanni, er eini íþróttamaðurinn sem verður á A-styrk Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) en styrkurinn er 1.920.000 á ári. Sjö íþróttamenn hljóta B-styrk og sjö aðrir C-styrk.
 
B-styrk Afrekssjóðs, sem er helmingur af A-styrk, hljóta: Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður, Bergur Ingi Pétursson, frjálsíþróttamaður, Björgvin Björgvinsson, skíðamaður, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona, Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður, Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og Þormóður Árni Jónsson, júdómaður. 

C-styrk Afrekssjóðs, sem er helmingur af B-styrk hljóta:  Baldur Ævar Baldursson, Íþróttasambandi fatlaðra, Eyþór Þrastarson, Íþróttasambandi fatlaðra, Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, Jóhann Rúnar Kristjánsson, Íþróttasambandi fatlaðra, Róbert Kristmannsson, fimleikamaður og Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona.

Fram kom í máli Ólafs Rafnsson, forseta ÍSÍ, á blaðamannfundi á föstudag, að mjög hafi verið hert að Afrekssjóði hin síðari ár, þar sem framlög ríkisvaldsins til sjóðsins hafi verið fram til þessa árs verið óbreytt, 30 milljónir króna. Nú hafi verið tekin ákvörðun að skera þetta framlag niður um fjóra og hálfa milljón króna. 

Samantekt á úthlutun

Yfirlit yfir afreksstyrki 2010

FRÍ Author