Ísak Óli kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður úr Ungmennafélaginu Tindastól, var kjörinn “Íþróttamaður Skagafjarðar 2017”.  Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki 27. desember.
Ísak Óli varð Íslandsmeistari í grindahlaupum, 60m grindahlaupi innanhúss og 110m grindahlaupi utanhúss og bætti sinn fyrri árangur í fjölmörgum greinum.  Hann stóð sig frábærlega í fjölþrautum, en þar bar hæst silfurverðlaun hans í tugþraut á Norðurlandameistaramóti 22 ára og yngri, sem fram fór í Finnlandi.  Ísak Óli bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut innanhúss um 550 stig, og í tugþraut utanhúss um 631 stig.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Ísaki Óla innilega til hamingju!