Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og MÍ í eldri aldursflokkum í Laugardalshöll. Það var Ísak Óli Traustason sem sigraði í sjöþraut karla og hlaut hann 5074 stig fyrir sína þraut. Hann á best 5355 stig sem hann náði á MÍ í fjölþrautum fyrir tveimur árum.
Einnig var keppt í aldursflokkum og úrslitin voru eftirfarandi:
Fimmtarþraut 18-19 ára stúlkur
- Ísold Sævarsdóttir 3786
- Brynja Rós Brynjarsdóttir 3373
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir 3241
Sjöþraut 18-19 ára pilta
- Þorleifur Einar Leifsson 4667
- Markus Birgisson 4556
- Grater Björn Unnsteinsson 3610
Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára
- Hekla Magnúsdóttir 3373
- Sara Kristín Lýðsdóttir 2955
Sjöþraut 16-17 ára pilta
- Þorsteinn Pétursson 4061
- Oliver Jan Tomczyk 3675
Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
- Hjálmar Vilhelm Rúnarsson 2892
- Helgi Reynisson 1543
- Halldór Stefánsson 1285
Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
- Júlía Mekkín Guðjónsdóttir 2900
- Bryndís Embl Einarsdóttir 2747
- Helga Fjóla Erlendsdóttir 2681
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
MÍ í eldri aldursflokkum
Á Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum voru um 80 kependur frá 17 mismunandi félögum. Mótið gekk vel og náðist glæsilegur árangur. Úrslitin má finna hér. Æfigatímar fyrir 30 ára og eldri má finna hér.