Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og var það Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason sem sigraði sjöþrautina. Í öðru sæti var Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR.

Benjamín Jóhann og Ísak Óli

Ísak átti frábæra þraut og hlaut 5355 stig sem er persónuleg bæting. Hann sigraði sex af sjö greinum og var með stórkostlega bætingu í kúluvarpi. Hann var við sitt besta í öllum greinum nema í hástökki en hástökkið hefur litið vel út á síðustu æfingum og verður gaman þegar það smellur hjá honum.

GreinÁrangurStig
60m7,07858
Langstökk6,91m792
Kúluvarp14,14m737
Hástökk1,76m593
60m grind8,37891
Stangarstökk4,30m702
1000m2:48,41782
Árangur Ísaks Óla í einstaka greinum

 

Benjamín Jóhann hlaut 4174 stig fyrir sína þraut. Hann var töluvert frá sínu besta fyrir 1000 metra hlaupið og ákvað því ekki að klára hlaupið. Árni Björn Höskuldsson, FH, lauk keppni í dag með bætingu í grindahlaupi en hann ákvað ekki að láta reyna á síðustu tvær greinar þrautarinnar. Hann hlaut 3510 stig fyrir sínar fimm greinar.

Það var ÍR-ingurinn Dagur Fannar Einarsson sem varði titilinn sinn í sjöþraut í flokki 18-19 ára. Dagur sigraði fimm af sjö greinum og hlaut 4777 stig. Það er aðeins einu stigi minna en hann hlaut fyrir sjöþrautina fyrir ári síðan, sem er hans persónulegi besti árangur. Í öðru sæti var liðsfélagi hans, Egill Smári Tryggvason sem tók annað sætið en hann hlaut 3266 stig.

Egill Smári og Dagur Fannar

Um helgina var einnig keppt í flokki 15 ára og yngri, 16 -17 ára pilta og stúlkna. Hér má sjá úrslit og myndir af verðlaunahöfum í þeim aldursflokkum. 

Stúlkur 15 ára og yngri:

 • Ísold Sævarsdóttir – 3277 stig
 • Hekla Magnúsdóttir – 3120 stig
 • Ísold Assa Guðmundsdóttir – 2445 stig

Piltar 15 ára og yngri 

 • Veigar Þór Víðisson – 2482 stig
 • Oliver Jan Tomczyk – 2414 stig
 • Þorsteinn Pétursson – 2322 stig

Stúlkur 16-17 ára 

 • Júlía Kristín Jóhannesdóttir – 3323 stig
 • María Helga Högnadóttir – 3085 stig
 • Sigurlaug Anna Sveinsdóttir – 2614 stig

Piltar 16-17 ára

 • Þorleifur Einar Leifsson – 4523 stig
 • Markús Birgirsson – 4138 stig
 • Guðjón Dunbar Diaquoi – 3432 stig

Heildarúrslit mótsins má finna hér.