Irma Norðurlandameistari og frábær árangur íslensku keppendanna á NM í Fjölþrautum

Irma Gunnarsdóttir varð í dag Norðurlandameistari U23 í sjöþraut!
Irma sigraði með yfirburðum í keppninni með 5403 stig en sú sem var í öðru sæti fékk 5182 stig.
Til hamingju Irma! 
Árangur Irmu í einstökum greinum var eftirfarandi:
100m gr (+0,9): 14,88 (858)
Hástökk: 1,58 (712)
Kúla: 12,83 (717)
200m: 25,16 (+1,7) (872)
Langstökk: 5,62m (+3,0) (736)
Spjótkast: 45,78 (779)
800m: 2:27,16 (729)

Benjamín Jóhann Johnsen fylgdi eftir frábærum árangri Irmu með þvi að vinna silfurverðlaun í dag í flokki 20-22 ára í tugþraut!
Benjamín Jóhann fékk 6443 stig en sigurvegarinn fékk 7034 stig.

Til hamingju Benjamín Jóhann! Frábær árangur í fyrsta landsliðsverkefninu sem hann tekur þátt í.

Guðmundur Karl Úlfarsson náði 6281 stigum og Ari Sigþór Eiríksson 6086 stigum, einnig í flokki 20-22 ára. Persónuleg bæting í tugþraut karla hjá öllum þremur sem er frábær árangur.
Þrautin þeirra var eftirfarandi þessa helgi:

Benjamín Jóhann: 6443 stig

Árangur Benjamíns í einstökum greinum var eftirfarandi;
100m hlaup (+1,8): 11,45s (763)
Langstökk: 6,05m (+1,6) (597)
Kúluvarp: 10,56m (519)
Hástökk: 1,99m (794)
400m: 52,50s (703)
110gr (+0,9): 15,65s (773)
Kringla: 30,44m (474)
Stöng: 3,90m (590)
Spjót: 56,37m (684)
1500m: 5:02,35 (546)

Hér er mynd af Benjamín á verðlaunapallinum:

Guðmundur Karl Úlfarsson: 6281 stig

Árangur Guðmundar í einstökum greinum:
100m hlaup (+1,8): 11,12 (834)
Langstökk: 6,82 (+1,0) (771)
Kúluvarp: 11,18 (557)
Hástökk: 1,75 (585)
400m: 50,55 (789)
110gr (+0,9): 16,39s (689)
Kringla: 30,22m (469)
Stöng: 4,10m (645)
Spjót: 45,72m (526)
1500m: 5:26,71 (416)

Ari Sigþór Eiríksson: 6086 stig

Árangur Ara í einstökum greinum;
100m hlaup (+1,8): 11,47s (759)
Langstökk: 6,87 (+1,m5) (783)
Kúluvarp: 12,21m (619)
Hástökk: 1,87m (687)
400m: 56,49s (540)
110gr (+0,9): 17,69s (554)
Kringla: 33,00m (524)
Stöng: 4,20m (623)
Spjót: 47,18m (547)
1500m: 5:29,91 (400)

Ragúel Pino Alexandersson lauk í dag einnig keppni í tugþraut í flokki 16-17 ára með þegar  hann náði 6096 stigum sem er aðeins 4 stigum frá lágmarki á EM U18 í tugþraut!
Árangur Ragúels í einstökum greinum:
100m hlaup (-0,7): 11,76 (699)
Langstökk: 6,42 (+0,4) (679)
Kúluvarp: 11,46m (574)
Hástökk: 1,72m (560)
400m: 53,15s (675)
110gr (+1,3): 16,51s (676)
Kringla: 37,02m (605)
Stöng: 3,90m (590)
Spjót: 56,37m (684)
1500m: 5:02,35 (546)

Ragúel er hér á mynd með Jóni Sævari þjálfara í ferðinni, myndin tekin eftir 400m hlaupið,