Irma mjög nálægt sínu besta á EM 16-19 ára

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki keppti í dag á seinni degi sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, þessa dagana. Stóð hún sig mjög vel í keppninni og hlaut samtals 5.113 stig og hafnaði í 20. sæti af 27 keppendum. Irma á best 5.127 stig frá því á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í síðasta mánuði.

Við óskum Irmu innilega til hamingju með glæsilegan árangur!