Irma með flottan árangur í morgun

Sjöþrautarkonan Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki hóf keppni í sjöþraut á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, í morgun. Keppnin hófst með 100 m grindahlaupi. Irma hljóp á tímanum 15,00 sekúndum sem er bæting á hennar persónulega árangri í sjöþraut. Hún hlaut 842 stig fyrir árangurinn og hafnaði í 2. sæti í riðlinum.

Stuttu síðar keppti hún í hástökki þar sem hún stökk 1,51 m og hlaut hún 632 stig fyrir þann árangur.

Irma er sem stendur í 25. sæti með 1474 stig en hún keppir næst kl. 15:30 í dag í kúluvarpi.

Flottur árangur hjá Irmu og góð byrjun hjá henni á mótinu.