Irma bætti eigið Íslandsmet

Ljósmynd: Hlín Guðmundsdóttir

Penni

< 1

min lestur

Deila

Irma bætti eigið Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir (FH) er í stórkostlegu formi og bætti í kvöld eigið Íslandsmet í þrístökki kvenna á Nike mótaöðinni í Kaplakrika. Metið kom í síðustu tilraun og mældist það 13,36 metra en fyrra metið hennar 13,13 metrar sem hún setti í desember á síðasta ári. Íslandsmetið utanhúss er 13,18m og er í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur.

Irma er búin að eiga frábært start á tímabilinu en hún sigraði meðal annars í langstökki á Reykjavíkurleikunum sem fóru fram á sunnudag. Irma er einnig á meðal keppenda á Norðurlandameistaramótinu sem fer fram í Karlstad í Svíþjóð á sunnadaginn 12. febrúar og keppir hún þá í langstökki. Hún er búin stökkva lengst 6,36 metra í ár en það er annað lengsta stökk íslenskra kvenna frá upphafi. Einungis Hafdís Sigurðardóttir hefur hefur stokkið lengra en Íslandsmet hennar er 6,54. metrar og verður hún einnig á meðal keppenda í langstökki á Norðurlandameistaramótinu um helgina.

Heildarúrslit Nike mótaraðarinnar má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Irma bætti eigið Íslandsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit