ÍR vann sigur í bikarkeppni FRÍ.

Í karlakeppninni fékk ÍR 63 stig, FH varð í öðru sæti með 56 stig og í þriðja sæti varð Norðurland með 54 stig.  Í kvennakeppninni fékk ÍR 70 stig, HSK varð í öðru sæti með 57 stig og í þriðja sæti varð Norðurland með 49,5 stig.
 
Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR setti aldursflokkamet í tveimur flokkum, 16-17 ára og 18-19 ára í 400m hlaupi en hún hljóp á 54,73 sek.  Einar Daði Lárusson ÍR setti aldursflokkamet í 20-22 ára í 60m grindarhlaupi en hann hljóp á tímanum 8,17sek.
 
Kristinn Ingi Halldórsson Ármann/Fjölni hljóp 400m hlaup undir 50 sek eða 49,75sek sem er níundi besti árangur íslendings í greininni innanhúss.
 
Nánari úrslit eru á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author