ÍR stigahæst liða á MÍ 11-14 ára

Mikil og góð þátttaka var í mótinu en alls hlutu 18 lið stig víða að af landinu, en 337 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu, en f. tveimur árum tóku um 280 keppendur þátt í þessu móti. Af þátttöku í þessu móti má sjá að frjálsíþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land.
 
Fjölmennustu greinarnar voru 60 m hlaup 13 ára stúlkna þar sem 52 keppendur mættu til leiks og 12 ára stúlkna og 13 ára pilta, en 42 keppendur mættu til leiks í þessum greinum.
 
Heildarúrslit mótsins er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ sem er hér.

FRÍ Author