ÍR sigraði stigakeppni MÍ 15-22 ára

Í flokki 17-18 ára stúlkna sigraði Ungmennafélag Akureyrar með 52 stig eftir jafna og tvísýna keppni við Breiðablik og ÍR sem voru í 2. og 3. sæti. Í flokki meyja 15-16 ára sigraði ÍR með nokkrum yfirburðum, en í flokki ungkvenna 19-22 ára sigraði sveit HSK/Umf. Selfoss nokkuð örugglega.
 
ÍR hlaut flest stig í sveinaflokkin, 15-16 ára eða 106,5 og sigraði nokkuð sannfærandi. Í flokki 17-18 ára drengja varð lið Breiðablik hlutskarpast með 85 stig og í flokki ungkarla 19-22 ára sigraði ÍR með 85  stig.
 
Góður árangur náðist í mörgum greinum þótt meðvindur væri stundum of mikill. Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik setti nýtt met í flokki 17-18 ára í 300 m grindarhlaupi á 43,78 sek. Reyndar er þetta líka met í 19-22 ára og landsmet í greininni. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Árm. sigraði í langstökki eftir jafna keppni við Fjólu Signýu Hannesdóttir úr HSK/Umf. Selfoss. Helga Margét stökk 5,50 m en Fjóla Signý 5,49 m. Örn Davíðsson FH sigraði í spjótkasti 19-22 ára með 59,45 m. Sandra Pétursdóttir ÍR varpaði sleggjunni 50,00 m og sigraði sinn aldursflokk.  Blake Jakobsson FH sigraði í kringlukasti 19-22 ára með 49,24 m kasti. Jóhann Erlingsson HSK/Selfoss sigraði í flokki 15-16 ára kringlukasti með kasti upp á 44,95 m. Snorri Sigurðsson ÍR sigraði í 800 m hlaupi 19-22 ára á tímanum 1:56,31 mín. Meyjasveit ÍR bætti bæði meyja og stúlknamet í 4×100 m boðhlaupi, 49,01 sek.
 
Öll úrslit á mótinu má sjá á mótaforritinu hér.

FRÍ Author