ÍR sigraði í stigakeppni MÍ

ÍR sigraði í samanlagðri stigakeppni MÍ með talsverðum yfirburðum. ÍR hlaut  samtals 38.999 stig. FH varð í 2. sæti með 21.008 stig og i þriðja sæti varð Breiðablik með 13.568 stig. FH bar sigur úr bítum í karlakeppninni eftir baraáttu við ÍR, með 15.113 stig gegn 14.739 stigum ÍR inga. Í þriðja sæti var Breiðablik með 9.552 stig. Kvennalið ÍR bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína og hlaut samtals 24.260 stig, en í öðru sæti var FH með 5.895 stig. Í þriðja sæti í kvennakeppninni var HSK/Selfoss með 5.499 stig.

FRÍ Author