ÍR sigraði í stigakeppni á Meistaramóti yngstu aldursflokkana

Í flokki 11 ára stelpna sigraði lið HSK/Selfoss nokkuð sannfærandi, en FH í flokki 11 ára stráka. Í flokki 12 ára stelpna báru Skagfirðingar sigur úr býtum, en FH í strákaflokki. FH sigraði einnig í flokki 13 ára stelpna en Breiðbliksmenn í flokki 13 ára stráka. Í flokki 14 telpna sigraði lið HSK/Selfoss en ÍR í flokki 14 ára pilta.
 
Alls voru 274 keppendur skráðir til leiks í 60 keppnisgreinum mótsins, en að meðaltali var hver keppandi skráður til þátttöku í sex keppnisgreinum.
 
Stigakeppnin var mjög jöfn og alls hlutu 20 lið stig í keppninni sem aftur sýnir mikla breidd og góða útbreiðslu íþróttarinnar.
 
Öll úrslit á mótinu, bæði í einstaklings- og stigakeppni er hægt að sjá á heimasíðu FRÍ í Mótaforitinu hér.

FRÍ Author