ÍR sigraði í innanhúss Bikarnum, í annað sinn

Alls hlaut A lið ÍR 132 stig í samanlagðri stigakeppni karla og kvenna. Í öðru sæti var sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns með 111,5 stig. Í þriðja sæti varð síðan sveit FH-inga með 100,5 stig.
 
Karlalið FH sigraði karlakeppnina með 61 stig, en ÍR-ingar urðu í 2. sæti með 57 stig. Sameiginlegt lið Fjölnis/Ármanns var með 52,5 stig, svo ekki munaði nema 8,5 á fyrstu þremur liðunum í karlakeppninni.
 
ÍR sigraði nokkuð örugglega kvennakeppnina og hlaut 75 stig en, því í 2. sæti var lið Fjölnis/Árm. með 59 stig. Breiðablik 54 varð síðan í 3. sæti með 54 stig.
 
Öll úrslit á mótinu er hægt að sjá á Mótaforriti FRÍ sem er birt á heimasíðu sambandsins: mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1339.htm
 
Breiðablik sigraði í sameiginlegri stigakeppni í fyrsta sinn sem keppnin fór fram, árið 2007, ÍR sigraði 2008, FH í fyrra. Því er þetta í annað sinn sem ÍR ber sigur úr býtum, þó ekki annað árið í röð eins og ranglega kom fram á heimasíðun sambandsins um helgina.

FRÍ Author