ÍR sendir sveit til þátttöku í Evrópukeppni í víðavangshlaupum

Alls eru 40 lið skráð til keppni í karlaflokki hvaðanæva að úr Evrópu og verður spennandi að sjá hvernig strákunum gengur í þessari hörðu keppni en alls eru 370 keppendur skráðir til leiks í karla-, kvenna- og unglingaflokkum, segir í tilkynningunni. Karlar hlaupa 10 km, konur og unglingar karla 6 km og unglingar kvenna 4 km.
 
Keppendur ÍR hafa notið velvildar nokkkurra aðila til að gera ferð þessa mögulega og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag. Þetta eru Valitor, ÍBR, Frjálsíþróttadeild ÍR, Hummel og Leiksport.  Hægt verður að fylgjast með gangi mála á www.ir.is / frjálsar

FRÍ Author