ÍR með forystu eftir fyrri dag Bikarkeppninnar

Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson sem keppir fyrir lið Norðurlands kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á mjög góðum tíma, 10,74 sek. Ari Bragi Kárason úr ÍR kom 2. í mark á 10,99 sek. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sigraði örugglega í 100 m hlaupi kvenna en hún kom í mark á 10,91 sek. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr liði Norðurlands kom önnur í mark á 12,62 sek.
 
Þórdís Eva Steinsdóttir FH sett met í flokki 14 og 15 ára í fyrstu grein mótsins þegar hún kom önnur í mark í 400 m grindarhlaupi á tímanum 61,87 sek. Kristín Birna Ólafsdóttir var öruggur sigurvegari á 60,56 sek.
 
Þeir Trausti Stefánsson FH og Kolbeinn Höður Gunnarsson Norðurlandi háðu mikla keppni í 400 m hlaupi þar sem Trausti kom í mark á 48,09 sek. sem er jafn hans besta tíma í ár. Kolbeinn kom í mark á 48,22 sek. Aníta Hinriksdóttir ÍR sigraði sannfærandi í 400 m hlaupi kvenna á 55,22 sek, sem er hennar besti tími í ár í greininni.
 
Sveinbjörg Zophoníasardóttir FH sigraði í þremur greinum í dag. Í þrístökki með 11,56 m, hástökki 1,64 m, kúluvarpi með 13,61 m
 
Þeir Kristinn Torfason FH og Einar Daði Lárusson ÍR stukku báðir 7,08 m í langstökki, en þar sem 2. stökk Kristins var lengra, 7,03 m á móti 6,99 m Einars bar hann sigur úr bítum.
 
Krister Blær Jónsson ÍR sigraði í stangarstökki eftir mikla keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki. Krister stökk 4,60 m í annarri tilraun en Ingi Rúnar felldi þá hæð naumlega.
 
Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki sigraði í spjótkasti með 75,41 m en hann átti fimm köst yfir 70 m í keppninni. Guðmundur Sverrisson úr ÍR varð annar með 73,90 m.
 
Bjartmar Örnuson úr liði Norðlendinga sigraði æsispennandi og mjög taktískt 1500 m hlaup. Mikil keppni var á milli þeirra Björns Margeirssonar Ármanni og Snorra Sigurðssonar ÍR á endasprettinum, þar sem Bjartmar hafði betur.
 
ÍR undirstrikaði styrk sinn í lok fyrri dags með sigri í bæði karla og kvenna boðhlaupum dagsins.
 
Öll úrslit dagsins má sjá hér.
 
Keppni hefst á morgun laugsrdag kl. 10:30 með sleggjukasti sem verður í Kaplakrika í Hafnarfirði. Keppni á Laugardalsvellinum hefst kl. 12:40.

FRÍ Author