ÍR ingar eru Íslandsmeistarar félagsliða 11-14 ára 2008 5

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Laugum um helgina og lauk um miðjan dag í dag.
Mótið var í umsjón frjálsíþróttaráðs HSÞ og tóks það mjög vel í alla staða í sól og blíðu báða keppnisdaga, en 197 keppendur tóku þátt í mótinu frá 16 félögum og héraðssamböndum.
ÍR sigraði í heildarstigakeppni mótsins og eru Íslandsmeistarar félagsliða 11-14 ára 2008.
ÍR ingar hlutu samtals 554 stig, lið HSK varð í öðru sæti með 419,8 stig og UFA varð í þriðja sæti með 288 stig. ÍR ingar urðu einnig Íslandsmeistarar félagsliða innanhúss á þessu ári.
 
Myndin er af Íslandsmeistaraliði ÍR 11-14 ára 2008 (Ljm: Svandís Sigvaldadóttir).
 
Íslandsmeistarar félagsliða í einstökum aldursflokkum urðu eftirfarandi félög:
11 ára strákar: HSK
11 ára slelpur: UMSE
12 ára strákar: UMSE
12 ára stelpur: Umf.Selfoss
13 ára pilar: Breiðablik
13 ára telpur: ÍR
14 ára piltar: ÍR
14 ára telpur: ÍR
 
Flesta Íslandsmeistaratitla í einstökum aldursflokkum hlutu eftirfarandi:
 
11 ára flokkur:
* Auður Gauksdóttir HSÞ, sigraði í kúluvarpi og hástökki.
* Elvar Baldvinsson HSÞ, sigraði í langstökki og hástökki.
* María Elva Eyjólfsdóttir Fjölni, sigraði í 60m og 800m.
 
12 ára flokkur:
* Gunnar Ingi Harðarson ÍR, sigraði í 60m, 800m og langstökki.
* Thelma Björk Einarsdóttir Umf.Selfossi, sigraði í hástökki, kúluvarpi og spjótkasti.
 
13 ára flokkur:
* Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, sigraði í 100m, 800m, 80m grind og hástökki.
* Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, sigraði í 100m, 800m og 80m grind.
 
14 ára flokkur:
* Andri Már Bragason UFA, sigraði í 100m, 80m grind og langstökki.
* Steinunn Arna Atladóttir FH, sigraði í 100m, 80m grind og langstökki.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, bæði í einstökum keppnisgreinum og
í stigakeppni félaga; www.mot.fri.is

FRÍ Author